Ég skrapp eftir kvöldmatinn
Ég skrapp eftir kvöldmatinn með nokkrum nágrönnum mínum á hverfiskránna. Við ræddum yfir bjórglasi lífið og tilveruna. Umræðurnar voru afar skemmtilegar eins og gengur og gerist þegar allra þjóða kvikindi mætast. Að þessu sinni voru fulltrúar þriggja heimsálfa á staðnum, Evrópu, Asíu og Norður Ameríku. Það var tvennt sem vakti sérstaka athygli mína í umræðum kvöldsins. Annars vegar hversu refsiglöð singapúrsk stjórnvöld eru, þar tíðkast m.a. flengingar og hengingar. Hins vegar kom mér á óvart hversu lítið bjórdrykkjuþol Þjóðverjanna var. Ég hafði búist við öðru af þeim en að þeir yrðu drukknir eftir þriðja bjór.