Það getur í sumum
Það getur í sumum tilfellum verið ágætt að eiga lata nágranna. Til dæmis ef nágranni er of latur til að elda, getur annar duglegri selt honum matarleifarnar sínar. Þessa helgina seldi ég matarleifar fyrir samtals sjö gyllini. Þetta er nú kannski ekki sérlega mikill peningur. Fyrir þennan pening get ég þó keypt mér sjö paprikur eða næstum kíló af sveppum.
Sökum þess hve pönnukökubaksturinn gekk vel á síðasta sunnudag, þá ákváðum við að endurtaka leikinn í dag. Það er að segja það var ákveðið að ég myndi baka pönnukökur á ný. Baksturinn gekk ekki síður en um síðustu helgi. Mér tókst meira að segja að snúa pönnuköku við með því að kasta henni upp í loft og grípa hana aftur með pönnunni.