Kennslustundin í LISP byrjaði ?>

Kennslustundin í LISP byrjaði

Kennslustundin í LISP byrjaði á því að við spiluðum Master Mind. Ég komst að því að ég hafði aldrei spilað það spil rétt. Það er að segja þegar ég spilaði leikinn í æsku þá var litlu svörtu og hvítu pinnunum raðað upp þannig að hver pinni var eyrnamerktur ákveðnum hluta ágiskunarinnar. Það er að segja fyrir hvern og einn pinna í ágiskunninni var sagt til um hvort um væri að ræða réttan lit á réttum stað, réttan lit á röngum stað eða hreinlega rangan lit. Þessar reglur gera það að verkum að leikurinn verður frekar lítilfjörlegur. Eins og ég lærði í dag þá verður leikurinn fyrst áhugaverður þegar þessarri eyrnamerkingu er hætt og litlu svörtu og hvítu pinnarnir segja eingöngu til á hversu mörgum stöðum réttur litur er á réttum stað og hversu oft réttur litur er á röngum stað.

Ástæðan fyrir því að þetta var rætt í kennslustund er að síðasta vekefnið í námskeiðinu verður að smíða forrit sem spilar Master Mind. Einkunnin fyrir verkefnið verður í öfugu hlutfalli við fjölda ágiskana sem forritið notar til að geta upp á réttri litaröð.

Skildu eftir svar