Tveir fyrir einn á klósettið
Ég skrapp á klósettið á lestarstöðinni í Saarbruecken.
Klósettvörðurinn rukkaði mig samkvæmt gjaldskrá sem hékk á veggnum.
Tuttuguogfimm sent fyrir afnot af pissuskál
og tíu sent fyrir afnot af vaski.
Samtals þrjátíuogfimm sent.
Ætli það sé hægt að fá tveir fyrir einn tilboð ef að tveir pissa á
sama tíma í sömu skálina?