Ég byrjaði í dag ?>

Ég byrjaði í dag

 

Ég byrjaði í dag aftur á þeirri vitleysu að halda dagbók á vefnum. Ég stefni að því að færa inn eitthvað á hverjum degi. Líklega mun ég þó ekki standa við þá áætlun og það munu koma dagar þar sem ég mun ekki færa inn nokkurn skapaðan hlut.

Hvað hefur gerst síðan síðast?

Nú er næstum ár síðan ég skrifaði síðustu færslu í dagbókina. Á þeim tíma sem liðinn er hefur svosem ýmislegt gerst. Það markverðasta er að ég útskrifaðist í október með meistaragráðu í rökfræði. Mér lukkaðist ekki að finna draumastarfið mitt á frönsku rívíerunni. Ég vil kenna samdrætti í upplýsingatækni geiranum um. Um það bil sem ég var að ljúka meistararitgerðinni hvatti umsjónarkennarinn minn mig að fara í doktorsnám. Hann bauð mér einnig að gerast doktosnemi undir hans leiðsögn. Eftir að hafa skoðað nokkrar doktorsnemastöður ákvað ég að taka tilboði umsjónarkennarans.

Doktorsnámið

Ég gerði samning til fjögurra ára við skólann. Ég er í fullu starfi sem aðstoðarvísindamaður við Language and Inference Technology group. Verkefni mitt næstu fjögur ár verður að þróa aðferðir við gagnaleit í xml skjölum. Ég stefni að því að fjalla betur um rannsóknir mínar á sér síðu. Ég ætla hins vegar að fara varlega í að lofa nokkru um það hvenær sú síða verður tilbúin.

Skildu eftir svar