Þegar ég leit út
Þegar ég leit út um gluggann í morgun blasti við kunnugleg sjón. Handan götunnar stóð silfurgrár Saab 900, 86 árgerð með vínrautt áklæði. Mig greip strax löngun til að hlaupa út, yfir götuna, opna húddið og skipta um kerti. Ég náði þó að halda aftur af mér.