Illa uppfærð dagbók
Ég hef einhvern tímann áður kvartað yfir því hversu lélegir kerfisstjórarnir eru hér við Amsterdamháskóla. Til þess að þurfa ekki að hugsa mikið um öryggismál þá banna þeir nettengingu tölva sem þeir hafa ekki sett upp sjálfir. Þetta þýðir að ég fæ ekki að tengja fartölvuna mína inn á netið. Ég þarf því að notast við diskettur til að flytja vefsíðurnar mínar út á vefinn. Núna virkar ekki diskettudrifið á tölvunni í skólanum. Það er því ekki hlaupið að því fyrir mig að uppfæra dagbókina. Ég mun líklega fá mér adsl tengingu heim eftir áramótin og þá munu öll vandræði hverfa eins og dögg fyrir sólu … vonandi.