Varúð: Eftirfarandi dagbókarfærsla er ?>

Varúð: Eftirfarandi dagbókarfærsla er

 

Varúð: Eftirfarandi dagbókarfærsla er bönnuð börnum.

Jólagjafakaup

Nú er tími til að kaupa jólagjafir. Ég ákvað að kaupa flíkur handa börnum systkina minna og vina. Þetta var þónokkuð djörf ákvörðun hjá mér ef tekið er tillit til þess að ég hef litla reynslu í að kaupa krakkaföt. Ég vissi þó að það var ekki hægt að kaupa "one size fits all"-flíkur handa tveggja til átta ára börnum. Ég vann því heimavinnuna mína og aflaði mér upplýsinga um tengsl aldurs og fatanúmera. Með þessar tölur að vopni skrapp ég í bæinn og keypti jólagjafir, flíkur í mismunandi stærðum. Þegar heim var komið setti ég flíkurnar í stafla á skrifborðið og gerði mig líklegan til að pakka inn. Þegar flíkurnar lágu á borðinu fyrir framan mig varð mér ljóst að þær voru allar meira eða minna jafnstórar. Ég skoðaði því númerin á ný. Það var sem ég hélt. Flíkurnar voru merktar með númerunum 104, 116 og 134. Ég hef því lært það í dag að það er ekkert að marka fatanúmer. Ég er ansi hræddur um að upp úr pökkunum frá mér muni annað hvort koma of stórar eða of litlar flíkur, sem passa kannski að meðaltali ágætlega. Börnin geta þó huggað sig við það að það er næsta víst að þau muni fá harða pakka frá mér jólin 2003.

Skildu eftir svar