Ég snéri til Amsterdam
Ég snéri til Amsterdam í dag eftir tveggja vikna jólafrí á Íslandi. Borgin tók á móti mér með dæmigerðu Amsterdam veðri, grenjandi rigningu.
Við farmiðasjálfsalana á Schiphol voru dópistar að selja lestarmiða til Amsterdam á kostnaðarverði. Ég afþakkað boðið því að sjálfsalarnir selja líka miða á kostnaðarverði. Ég hef ekki enn fundið út hvað þeir græða á þessu.