Nú er komin vika
Nú er komin vika síðan kyndingin heima hjá mér gaf sig. Leigusalinn er ekki kominn heim úr fríinu sínu. Ég neyðist því enn að kynda með litla rafmagnsofninum sem að ég fékk að láni hjá vinnufélaga. Ofninn er búinn að hafa í nógu að snúast enda er búið að vera óvenju kalt í Amsterdam síðustu daga. Um nætur hefur frostið farið niður fyrir tíu gráðurnar. Á daginn hefur hitastigið verið rétt fyrir neðan frostmarkið. Ég vona að leigusalinn fari bráðum að koma heim og láta gera við kyndinguna. Það er nefnilega ekkert sérlega hlýtt hvorki í baðherberginu né í eldhúsinu.