Nafn óskast
Hluti dokdorsnámsins míns felst í því að búa til leitarvél til að leita að upplýsingum í XML skjölum. Þegar leitarvél er smíðuð er nauðsynlegt að byrja á því að finna nafn á gripinn. Ég er núna búinn að vinna í tæpa þrjá mánuði og ég er ekki enn búinn að hugsa upp sniðugt nafn. Það eina sem mér hefur dottið í hug er að vélin heiti LINA og væri skammstöfun fyrir "LINA Is Not an Abbreviation". Þar sem þetta er alveg afleitt nafn þá ætla ég að leita til ykkar lesenda góðra um að koma með hugmyndir að skemmtilegu nafni. Nafnið þarf ekki að vera skammstöfun og mætti gjarnan vera eitthvað tengt leit. Ef þú lesandi góður lumar á hugmynd að nafni þá mátt þú gjarnan senda mér hana á netfangið leitarvel@borkur.net. Verðlaunin fyrir bestu hugmyndinar eru ekki af verri endanum. Höfundar þriggja bestu hugmyndanna fá að launum litprentaðan plastpoka. Vinninganna er hægt að vitja í næstu Hagkaupsverslun. Athugið að þið gætuð þurft að borga fyrir pokana sjálf.