Þvottavél kemur
Um miðjan nóvember flutti meðleigjandi minn þvottavélina sína inn í íbúðina. Það var mikill munur að þurfa ekki að fara út úr húsi til að þvo þvott. Húseiandinn var hins vegar ekki eins ánægður með þessa ráðstöfun. Honum fannst þvottavéllin of gömul og hávaðasöm. En í stað þess að banna okkur að nota þvottavél þá ákvað hann að kaupa nýja vél handa okkur.
Þvottavél fer
Nýja vélin kom í lok nóvember. Samkvæmt samkomulagi áttu mennirnir sem komu með vélina að taka gömlu vélina með sér til baka. Einhverra hluta vegna gerðu þeir það ekki. Við sátum því uppi með nýja þvottavél inni á baði og gamla þvottavél frammi á gangi. Við kvörtuðum til eigandans og hann sagði að mennirnir myndu koma og sækja gömlu vélina innan skamms. Í dag nenntum við samleigendurnir ekki að bíða lengur. Við ákváðum að burðast með þvottavélina út á götu í þeirri von að ruslakarlarnir hirði hana. Það var alls ekki létt verk að koma þungri vélinni niður brattan þröngan stigann. Það endaði með því að við létum hana renna niður stigann en héldum við hana að ofan og neðan til þess að hún rynni ekki of hratt. Sem betur fer fékk ég, ræfillinn, að vera fyrir ofan vélina. Mér fannst það nú samt sem áður nógu mikil áreynsla.
Þar sem við áttum mesta basli við að koma vélinni niður stigann þá spurði ég meðleigjandann hvernig í ósköpunum hann hefði komið vélinni upp stigann á sínum tíma. Hann sagði bróður sinn vera ruðningskappa sem hefði gert sér lítið fyrir og haldið á vélinni upp stigann.