Rússnesk stafsetning ?>

Rússnesk stafsetning

 

Rússneskur vinnufélagi minn sagði skemmtilega sögu yfir hádegismatnum. Hann hafði einu sinni orðið vitni að því þegar landi hans gerði fimm stafsetningarvillur þegar hann reyndi að skrifa þriggja stafa orð. Þ.e.a.s. hann skrifaði fimm stafi á blað en enginn þeirra var réttur.

Íslensk stafsetning

Þessi saga minnti mig á aðra sögu. Ég átti einu sinni minningabók. Þar átti meðal annars að fylla inn í eyðuna í setningunni "Ég stend mig verst í _______". Einn kunningi minn skrifaði tvisvar í bókina. Í fyrra skiptið taldi hann sig verstan í safsetningu. Í seinna skiptið taldi hann sig verstan í stafsetníngu.

Skildu eftir svar