Varanlegt bráðabrigða dvalarleyfi
Útlendingaeftirlitið er búið að vera síðan um miðjan desember að melta umsókn mína um dvalarleyfi. Í dag var ég kallaður á teppið til að sýna þeim launaseðla, ráðningarsamning og sjúkratryggingu. Eftirlitið rukkaði mig um tuttuguogsex evrur en gaf mér í staðinn nýtt bráðabrigða dvalarleyfi sem gildir í næstu sex mánuði. Ég skil nú ekki alveg af hverju, því að gamla bráðabrigða dvalarleyfið rennur ekki út fyrr en um miðjan maí. En þetta nýja leyfi gefur þeim tíma fram í miðjan september til að ljúka vinnu við alvöru dvalarleyfið mitt. Alvöru dvalarleyfi eru þó einungis gefin út til eins árs í senn og eru afturvirk til þess dags þegar umsókn barst. Það er því eins gott að þeir noti tímann vel þessa sex mánuði svo að þeir geti veitt mér alvöru dvalarleyfi áður en ég þarf að sækja um að framlengja það sama leyfi.
ADSL heim
Meðleigjandinn minn fékk ADSL tengingu á mánudaginn. Ég fór í dag og keypti mér hub og snúrur svo að ég gæti sett upp nettengingu inni í mínu herbergi líka. Nú getum við samnýtt tenginguna. Við munum einnig borga mánaðargjaldið í sameiningu.