Fyrirlestrar ?>

Fyrirlestrar

 

Ég fór á tvo fyrirlestra í dag sem báðir fjölluðu um hvernig hægt væri að gera uppfærslu upplýsingakerfa eins sjáfvirka og kostur er. Fyrirlesararnir tilheyrðu hvor sinni kynslóðinni. Sá fyrri hafði unnið með tölvur í hálfa öld en sá seinni um það bil tveimur of hálfum áratug skemur. Það var fleira en aldurinn sem greindi mennina tvo að. Þeir höfðu mismunandi tillögu um það hvar og hvernig ætti að innleiða sjálfvirkni í uppfærslu upplýsingakerfa.

Sá fyrri lagði mesta áherslu á að finna formlegt mál til að lýsa öllum þáttum kerfisins og síðan mætti nota eitthvert útleiðslukerfi til þess að uppfæra kóða og handbækur. Það sem hann hafði í hyggju var að reyna að lagfæra UML þannig að hægt væri að skilgreina skýra merkingafræði fyrir það mál. Þessar aðferðir myndu gagnast við gerð og viðhald á smáum, meðastórum og stórum kerfum.

Síðari fyrirlesarinn einbeitti sér að stórum og risastórum kerfum sem erfitt væri að lýsa og skilja. Hann kynnti hvernig hægt væri að henda slatta af skynjurum inn í kerfið til þess að mæla hversu vel kerfið virkaði og hversu ánægðir notendur væru. Þessir skynjarar myndu svo safna heilmiklu af gögnum. Það mætti síðan nota gagnagröft (e. datamining) til þess að finna vankanta á kerfniu og leggja til breytingar.

Fyrirlesararnir nefndu mismunandi dæmi til að skýra mál sitt. Þeim fyrri var tíðrætt um pylsuverksmiðju en sá seinni talaði meira um hlutabréfamarkaði. Mér fannst þetta ágætis dæmi til að sýna fram á mismunandi áherslur tveggja kynslóða.

Skildu eftir svar