Gott veður ?>

Gott veður

 

Í dag var glampandi sólskin og gott veður. Þess vegna fannst mér tilvalið að eyða öllum deginum utan dyra, fá mér langan hjólatúr út fyrir borgina og njóta sólskinsins. Þar sem ég var hins vegar ekki enn búinn að ná úr mér kvefninu sem ég nældi mér í á Ísland þá ákvað ég að eyða deginum innan dyra, sækja um námsstyrk og eyða svo restinni á netinu. Ég fékk mér þó smá göngutúr út í búð til að kaupa mér í matinn.

Framhjáhald

Ég er afar dyggur aðdáandi Palm bjórsins belgíska. Í gær ákvað ég þó að prófa að breyta til og kaupa mér kippu af hollenska bjórnum Hertog Jan því að hann var á svo fínu tilboði. Ég fékk hins vegar smá samviskubit yfir að halda framhjá gamla góða Palm. En það virðist hafa gripið um sig hræðsla í herbúðum Palmara þegar þeir fréttu af þessum kaupum mínum. Þar á bæ voru höfð snögg handtök. Í dag var Palm bjór á tilboði. Einn kassi á níu evrur og níutíuogníu sent. Ég gat ekki látið þetta tilboð fram hjá mér fara.

Skildu eftir svar