Lappað upp á vef ?>

Lappað upp á vef

 

Eins og glöggir lesendur sjá þá lappaði ég eilítið upp á vefsíðuna mína í dag. Hönnun síðunar tók mið af Konqueror vafranum því að það er eini vafrinn sem ég hef sett upp fyrir Linux. Til þess að setja vefinn út á netið þurfti ég að ræsa vélina upp í Windows ham því að ég hef ekki enn fengið Linux til að tala við netkortið mitt. Áður en að ég flutti vefinn ákvað ég að athuga hvernig hann liti út í Internet Explorer. Útkoman var afar döpur. Ég þurfti því að breyta CSS skránni minni aðeins til að síðan liti sómasamlega út hjá Windows notendum.

Sáttatilraunir

Til þess að geta með góðri samvisku verið sama um það hvernig vefurinn minn lítur út í Internet Explorer þá þarf ég að fá Linux til að taka netkortið mitt í sátt. Ég vann að lausn á því máli í dag. Ég fann bæði Linux rekla fyrir ADSL módemið mitt og fyrir netkortið mitt. Eini gallinn er að reklarnir fyrir netkortið eru hannaðir fyrir Linux kjarna 2.4 en ég er með með kjarna 2.2. Í stað þess að uppfæra kjarnann þá ákvað ég að panta mér nýju útgáfuna af Debian Linux. Ég sit því uppi með Windows og Internet Explorer þar til Linux diskarnir berast.

Skildu eftir svar