Framfærsla ?>

Framfærsla

 

Ég hef haft mikið fram að færa í dag. Í nótt var nefnilega skipt yfir í sumartíma hér í Hollandi. Ég þurfti því að færa allar klukkur og úr fram um eina klukkustund.

Upplýsingaöflun á íslensku

Ég uppfærði rannskóknarsíðuna mína í dag. Ég bætti við smá kafla um upplýsingaöflun á íslensku. Þar lýsi ég hvað ég myndi gera ef ég rannsakaði upplýsingaöflun á íslensku.

Það sem tilfinnanlega vantar fyrir rannsóknir á upplýsingaleit á íslensku er textasafn sem inniheldur íslenska textabúta, fyrirspunir og nokkuð tæmandi mat á því hvaða textabútar uppfylla upplýsingaþörf sem lýst er í fyrirspurnunum. Slík söfn eru til fyrir allmörg tungumál sem hluti af upplýsingaöflunarkeppnum. Sbr. TREC og CLEF.

TREC keppnin er skipulögð af bandarísku staðastofnuninni. Þar eru fyrrverandi starfsmenn bandarísku leyniþjónustunnar, sem nú eru á eftirlaunum, fengnir til að vinna hið tímafreka verk að meta hvaða skjöl svara upplýsingaþörf fyrirspurnanna. Það er spurning hvort Staðlaráð Íslands vill ekki setja á fót svipaða keppni fyrir íslensku. Hægt væri að fá fyrrverandi starfsmenn skattrannsóknarstjóra, sem nú eru á eftirlaunum, til þess að meta hvaða skjöl svari upplýsingaþörf.

Skildu eftir svar