Jákvæðar niðurstöður ?>

Jákvæðar niðurstöður

Eftir að hafa gefist upp á þýsku, eyddi ég tveimur síðustu dögum í að reyna nýju módelin við upplýsingaleit á spænsku. Í gær og lengi framan af degi í dag varð mér lítið ágengt. Rétt eftir hádegi í dag fann ég hins vegar villu í kóðanum mínum. Eftir að ég leiðrétti villuna fóru hjólin að snúast. Mér tókst að galdra fram betri niðurstöðu með nýju módelunum en með hinum gömlu, bæði fyrir spænsku og þýsku. Áður en að ég fór heim í kvöld setti ég af stað nokkrar tilraunir með hollensku. Vonandi gefa þær einnig góða raun.

Ég var á tíma afar djúpt sokkinn í vinnuna. Svo djúpt sokkinn að þegar ég hellti upp á kaffi um miðjan daginn þá gleymdi ég að setja könnuna undir kaffisíuna. Það flæddi því kaffi út um allt gólf.

Skildu eftir svar