Kennsla ?>

Kennsla

Ég hélt í dag fyrirlestur um upplýsingaleit í hálf-formuðum gögnum. Kennslan gekk vel. Fyrirfram var ég hræddur um að ég hefði of mikið að segja. Þegar á hólminn var komið reyndist fyrirlesturinn heldur stuttur. Það skipti þó ekki miklu máli því að nemendurnir voru afar áhugasamir og höfðu margar áhugaverðar spurningar. Fyrirlesturinn var í tveimur hlutum. Fyrstu fjörutíuogfimm mínúturnar kynnti ég upplýsingaleit í HTML skjölum. Seinni fjörutíuogfimm mínúturnar notaði ég til að kynna upplýsingaleit í XML skjölum.

Skildu eftir svar