Legið í leti ?>

Legið í leti

Ég lá í leti í dag. Þrátt fyrir gott veður þá ákvað ég að eyða deginum innan við galopinn glugga. Ég vann heimaverkefni fyrir hollenskunámskeiðið mitt, kíkti á formúluna og gluggaði í bók. Dagurinn var rólegri en síðustu dagar.

Síðustu þrír dagar hafa verið einstaklega góðir. Sólin skein í heiði og ég fékk vini í heimsókn. Heimsóknin einkeinndist af góðum félagsskap, góðum mat og góðum drykk. Maturinn var ekki af verri endanum; grænt karrí að hætti Tælendinga, sushi að hætti Japana, rijsttafel að hætti Indónesíubúa og pönnukökur að hætti Hollendinga. Drykkurinn var ekki heldur af verri endanum, aðallega belgískur bjór; Kwak, Palm, Duvel og Leffe, svo einhverjir séu nefndir.

Milli þess sem að borðað var og drukkið þrömmuðum við og sigldum út um alla borg.

Skildu eftir svar