Granada — Sevilla ?>

Granada — Sevilla

Hann hangir thurr er ég rölti eftir Gran Vía de Colón í átt ad lestarstöd Granada. Ég kaupi mér mida til Sevilla og kved Granada.
Lestin mjakar sér til vesturs milli hæda og hóla framhjá grænum ólífutrjánum. Sólin gerir af og til heidarlega tilraun til thess ad brjótast í gegnum skýjahuluna. Skýin eru hins vegar fljót ad loka hverri glufu.
Ödru hverju taka brúnir akrar vid af trjánum og einstaka sinnum eru their grænir. Í fjarska má sjá vindmyllur hamast vid ad framleida næga orku til thess lestin geti flutt mig á áfangastad. Vindurinn feykir lestinni áfram. Eda notar lestin kannski díselolíu?

Í Osuna er lestin stopp. Er komid logn? Thad berast kjaftasögur um vagninn ad vid thurfum ad halda ferdinni áfram í rútu. Rútur koma. Rútur fara. Fólk gengur fram og til baka. Enginn veit hvad verdur.
Eftir dágóda stund kemur lestarvördur inn í vagninn og segir ad rútur muni flytja okkur til Marchena. Thadan munum vid halda ferdinni áfram í lest.
Spurt er hvort ekki sé fljótlegra ad flytja okkur í rútu alla leidina til Sevilla. Lestarvördurinn segist ekkert hafa um thad ad segja. Hann sé bara hlýda skipunum.
Rútur flytja okkur til Marcena og vid setjumst upp í lest á ný. Ég næli mér í gluggasæti. Ég gat thá gert mér einhvern mat úr thessum útúrdúr. Ég finn til svengdar.
Thad rignir thegar lestin rennir sér inn á Santa Justa lestarstödina í Sevilla. Ég hugsa med mér ad thad sé ekki vit í ödru en ad taka leigubíl á hótelid. Ég tek stefnuna beint á strætóskýlid.
Ég hrósa sjálfum mér fyrir ad hafa komid mér upp í réttan vagn. Ég veit ad ég á ad stíga af vagninum á sídustu stoppistödinni ádur en farid yfir ánna. Hvernig veit ég hvada stöd er sú sídasta ádur en farid er yfir ánna?

Ég er vid thad ad fara ad rádfæra mig vid adra farthega thegar ég minnist thess ad síminn minn er med innbyggdu GPS tæki. Ég kveiki á GPSinu og horfi á bláa punktinn ferdast um götur Sevilla. ,,Thú ert hér.“

Vagninn stödvar rétt ádur en blái punkturinn heldur yfir ánna. Ég stíg út í rigningina og held í áttina ad hótelinu. Eftir smá auka útsýnisrúnt um nágrenni hótelsins geng ég inn í andyrid. Blautur og svangur.
Ég hendi farangrinum upp á hótelherbergi og held út í rigninguna á ný. Ég fer inn á fyrsta barinn sem ég finn opinn og panta mér bjór og steikarsamloku med kjúkling og hráskinnku. Klukkan er hálf sex thegar ég fæ mér fyrsta bitann af hádegismatnum. Mmmm.

Nú er kominn tími á smá síestu ádur en ég held á ný út í rigninguna í leit ad kvöldmat.

Skildu eftir svar