Langt um liðið ?>

Langt um liðið

Þar sem að langt var um liðið síðan ég skrifaði í dagbókina mína síðast ákvað ég í dag að skrifa langa færslu um allt það sem á daga mína hefur drifið síðan að ég skrifaði síðast. Þegar á hólminn var komið skipti ég um skoðun. Ég nennti ekki að skrifa neitt. Lesandinn verður því að geta í eyðurnar.

Þessa dagana hef ég verið upptekinn við að undirbúa þáttöku í upplýsingaleitarkeppni. Ég er búinn að prófa nokkuð margar mismunandi leiðir við að leita í XML skjölum. Ég er ekki alveg nógu sáttur við niðurstöður prófananna. Ég hef hins vegar þrjár vikur til að framkvæma fleiri tilraunir og reyna að bæta mig.

Undanfarið hef ég verið að vinna í því að koma mér upp flugmiðasafni. Ég á núna flugmiða fyrir þrjú ferðalög sem ég ætla að skella mér í á næstu mánuðum. Um næstu helgi skrepp ég í langa helgarferð til Kaupmannahafnar og heilsa upp á vandamenn. Í lok júlí fer ég á vikulanga ráðstefnu í Toronto og í lok ágúst liggur leið mín til Vínar þar sem ég mun sækja sumarskóla.

Skildu eftir svar