Á völlinn ?>

Á völlinn

Ég fékk í dag bréf frá Ajax. Þar var mér tilkynnt að umsókn mín um ársmiða á völlinn hafi verið samþykkt. Nú þarf ég bara hringja í þá og velja mér sæti. Þeir gefa mér einungis frest fram að helgi til að ganga frá málinu. Það finnst mér miður því að ég sótti um miða í samfloti við þýska vinnufélaga mína. Þau eru hins vegar þess stundina að njóta lífsins í fjallakofa í Austurríki. Þau verða ekki komin í menninguna fyrir helgina. Ég vona því að ég geti tekið frá sæti fyrir okkur öll.

Skildu eftir svar