Bestu sæti í bænum
Ég hringdi í dag í Ajax til að festa mér sæti sem þeir buðu mér í gær. Í bréfinu stóð að best væri að hringja tímanlega til þess að geta nælt í bestu sætin. Ég hringdi árla dags. Það reyndist satt að ég gat tekið frá bestu sætin. Þar stóð hins vegar hundurinn grafinn í kúnni. Ég gat einungis tekið frá bestu sætin, eða kannski þau næstbestu. Næstbestu sætin hafa hins vegar þann ókost að þau eru helmingi dýrari en þau sæti sem að við höfðum hugsað okkur. Nú voru góð ráð dýr. Þó ekki eins dýr og sætin. Ég tók það ráð að hafna sætunum. Ég hafði ekki ráð á þeim.