Leitið og þér munuð finna ?>

Leitið og þér munuð finna

Ég er búinn að eyða u.þ.b. 100 klukkutímum síðustu tveggja vikna í að leita. Samt sem áður hef ég ekki fundið sérlega mikið. Ég er búinn að reyna helling af aðferðum við að leita að upplýsingum í XML skjölum. Þrátt fyrir ágætis heimtir hefur fallþunginn ekki verið sérlega góður. Ég get þó huggað mig við það að kerfið okkar virkar betur en það gerði í fyrra. Einnig hef ég það fyrir satt að sá sem stóð sig best í XML upplýsingaleitarkeppni síðasta árs hafi ekki náð að bæta sig mikið frá því þá. Er það ekki sannur ungmennafélagsandi að ef ekki er hægt að gleðjast yfir eigin árangri þá er um að gera að gleðjast yfir óförum annarra.

Til þess að halda upp á árangursleysi keppinautarins ætla ég að taka mér langt helgarfrí um þessa helgi. Ég ætla að skella mér til Köben í fyrramálið og heilsa upp á systur sem þar er á ferðalagi með fjölskylduna. Ég mun svo mæta galvaskur í vinnuna á miðvikudaginn og eyða rúmri viku í að klára framlag mitt í leitarkeppni þessa árs.

Skildu eftir svar