Til Köben ?>

Til Köben

Ég vaknaði snemma. Ég rótaði í flugmiðunum mínum til að finna miðann til Kaupmannahafnar. Hann var auðgreindur frá hinum. Þetta var nefnilega eini e-miðinn (afkvæmi emúa og flugmiða). Mér finnast e-miðar alger snilld, pdf-skjal sent í tölvupósti. Ef miðinn týnist þarf ekki annað en að skella sér á netið og prenta út nýjan.

Mér brá heldur í brún þegar ég vildi staðfesta það sem mig minnti, að flugvélin færi í loftið 7:50. Það fyrsta sem ég rak augun í á miðanum var textinn "KL1125". Gat það verið að ég hafi bókað rangt flug? Við nánar athugun reynidist flug KL1125 fara í loftið KL0750.

Skildu eftir svar