Tívolí
Fór í Tívolí. Þangað hafði ég ekki komið í rúman áratug. Ég prófaði nýja rússíbanann og gamla rússíbanann. Þetta eru nú ekki stærstu rússíbanar í heimi. Mér fannst þeir nú samt afar skemmtilegir. Ég er svo nægjusamur að það þarf ekki mikið umfram tvær víddir til að skemmta mér. Ég prófaði líka gömlu bílana. Það er hægt að snúa stýrinu í marga hringi. Ég fékk samt ekki að snúa neitt. Ferðafélagi minn einokaði stýrið. Ég skemmti mér samt mjög vel.