Kaffiskyr
Fyrir um það bil einum mánuði fékk ég þá fáránlegu hugmynd að hætta að drekka kaffi um helgar. Ég var ekki sáttur við það hversu líkamlega ég var háður koffíni og vildi reyna að lemja á fíkninni. Nú er senn á enda fjórða kaffilausa helgin í röð. Síðustu fjórar helgar hef ég ekki drukkið svo mikið sem einn dropa af kaffi. Þetta kaffiskírlífi (mmm hvað ég væri til í kaffiskyr núna) hefur kostað sitt. Helgarnar hafa einkennst af hausverk og þreytu. Þó svo að þessi helgi hafi verið heldur skárri en hinar fyrri, hvað varðar fráhvarfseinkenni, þá hlakka ég til að fá mér kaffi í fyrramálið.
4 thoughts on “Kaffiskyr”
Ég kannast við þetta. Þegar ég hætti að drekka kaffi fyrir tveimur árum tók það mig 4-5 daga að jafna mig. Ég byrjaði reyndar 3 mánuðum síðar að drekka aftur.
Það er eins og sérfræðingurinn sagði: „Það er ekkert mál að hætta að drekka kaffi. Sálfur hef ég gert það oft og mörgum sinnum.“
Í stað þess að hætta alveg að drekka kaffi um helgar myndi ég láta það eftir mér að fá mér einn lítinn bolla af reglulega góðu kaffi.
Og ég er að meina alvöru kaffi, ekki svona týpísku Amsterdam kaffihúsa „kaffi“.
Ég er að hugsa um að fara að þínu ráði um næstu helgi. Ég er að spá í að leyfa mér að skella mér í ótýpíska Amsterdam kaffisjoppu og fá mér einn espresso.