Fyrirlestur undirbúinn
Ég er afskaplega feginn að þurfa ekki að kenna mikið. Mér finnst miklu skemmtilegra að vinna að rannsóknum. Á fimmtudagin þarf ég hins vegar að sjá um kennslu í kúrsi um upplýsingaleit. Ég er búinn að eyða síðustu tveimur dögum í að setja saman fyrirlesturinn. Verkið er langt komið en því er ekki lokið. Ég ætti að vera löngu búinn að þessu, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að ég kenndi sambærilegt námstefni í maí. Fræðilega séð hefði ég því einungis þurft að breyta dagsetningunni á fyrirlestrinum. Ég kaus hins vegar að nálgast viðfangsefnið frá annarri hlið en síðast. Bara svo að ég gæti röflað um það í dagbókinni hvað það tæki mig langan tíma að gera fyrirlestra.