Í vinnu á ný ?>

Í vinnu á ný

Ég mætti til vinnu rúmlega hálf átta í morgun, tæplega sólarhring of seint. Töfin orsakaðist af því að sunnudagsflugið til Amsterdam var fellt niður. Í sárabætur fékk ég tvær flugferðir í stað einnar. Ég notfærði mér þær báðar í gær. Sú fyrri var frá Keflavík til Köben og sú seinni frá Köben til Amsterdam.

Austur Amsterdambúar

Í dag var sendur út tölvupóstur til starfsmanna Amsterdamháskóla til að vara við gengi Austur Amsterdambúa sem gengi lausum hala um háskólasvæðið, rændi, léti dólgslega og hótaði líkamsmeiðingum. Með því að taka fram að gengið væri frá Austur Amsterdam var að öllum líkindum verið að reyna að segja að drengirnir væru ekki hávaxnir og ljóshærðir. Sem betur fer fékk ég ekki að reyna hvort sú tilgáta væri rétt.

Skildu eftir svar