Vinnutörn lokið
Frá því að ég kom til Amsterdam eftir áramótin hef ég eytt tíma mínum að mestu leyti í vinnunni. Ég hef ég ásamt leiðbeinendunum mínum unnið baki brotnu við að gera tilraunir og skrifa um þær grein. Í dag lögðum við lokahönd á greinina og sendum hana inn sem okkar framlag til SIGIR ráðstefnunnar. Nú er bara að bíða eftir að ritrýnar ljúki sínum störfum og vonandi að greinin verði samþykkt. Ef svo verður þá mun mér gefast tækifæri til að ferðast til stálborgarinnar Sheffield og kynna greinina. Það væri gaman að fá að tala á þessarri ráðstefnu. Þetta er nefnilega aðal ráðstefnan í upplýsingaleitarheiminum.
Eftir vinnu skrapp ég með kínverskum vini mínum út að borða. Við fórum á ítalsk-tyrkneskan stað í nágrenni kollegísins sem við bjuggum á í denn. Eftir matinn skelltum við okkur heim til mín, drukkum bjór og rifjuðum upp hvernig það var í gamladaga þegar við vorum ungir stúdentar í Amsterdam.
2 thoughts on “Vinnutörn lokið”
Men, Sheffield? Kannski er allavega hægt að fá góðan bjór… Kannski verður það Hawaii næst?
Ég veit ekki með bjórinn … það kemur í ljós … ef greinin verður samþykkt. Annars skiptir mestu máli að fá grein samþykkta á næsta ári. Þá verður ráðstefnan í Brazilíu. Brazzarnir halda ráðstefnuna í samvinnu við Chile. Ég hef það fyrir satt að hlutur Chile í skipulagningunni sé að sjá um að allt verði flótandi í góðu Chileísku rauðvíni.