Hollenskt fannfergi ?>

Hollenskt fannfergi

Fannfergi setti allt á annan endann í Hollandi í dag. Fimm sentimetra jafnfallinn snjór varð þess valdandi að sextíuogþrjár biðraðir mynduðust á hraðbrautum landsins. Samanlögð lengd biðraðanna náði sjöhundruðogsextíu kílómetrum þegar mest var. Lestarsamgöngur lögðustu niður í morgun vegna þess að sporaskiptar virkuðu ekki. Mikil seinkun var á sporvögnum og strætisvögnum. Meira að segja neðanjarðarlestunum í Amsterdam seinkaði vegna snjókomunnar. Vandræðin voru þó líklega mest á þeim kafla neðanjarðarlestarteinanna sem liggja ofanjarðar. Mikið er nú annars gott að búa í labbfæri frá vinnunni. Sem var nú líkara slabbfæri í morgun.

Skildu eftir svar