Gömul dagblöð ?>

Gömul dagblöð

Á mínu heimili vilja safnast upp dagblöð og annar pappír sem bíður þess að vera fleygt. Mér fannst í dag kominn tími til að láta verða að því að heimsækja pappírsgáminn og losa mig við pappírsflóðið. Það er víðar en á mínu heimili sem að dagblöð eiga það til að safnast upp. Á leiðinni heim frá gámnum heimsótti ég einn slíkan stað í dag. Ég skellti mér á fjölmiðlasafn bæjarins. Auk þess að skoða forsíður gamalla dagblaða þá skoðaði ég sýningu á teiknimyndum af Fokke og Sukke. Fokke og Sukke eru teiknimynda fígúrur sem birtast daglega á síðum NRC Handelsblad. Ég hafði ekki séð þessar fígúrur fyrr en í dag. Þar sem að mér fannst sýningin nokkuð skondin þá held ég að ég muni í framtíðinni fylgjast betur með þeim.

Skildu eftir svar