Heimkoma ?>

Heimkoma

Þó ég hafi gaman að ferðalögum þá finnst mér alltaf gott að koma heim. Þannig var því einnig háttað í gær. Þó ég hefði gert góða reisu um suðurlandið þá naut ég þess að koma heim. Það má þó segja að aðkoman hafi að vissu leyti verið heldur hrottaleg. Allt var slétt og fellt í stofunni en hrottinn beið mín í svefnherberginu. Uppi í hillu voru tvær íslenskar glæpasögur sem ég hafði fengið í jólagjöf. Ég beið ekki boðanna, greip aðra bókina, lagðist upp í rúm og sökkti mér í hrottafengna lýsingu á íslenskum óraunveruleika.

Skildu eftir svar