Ekki alltaf jólin
Það eru ekki alltaf jólin. Það má segja að jólunum hafi lokið formlega hjá mér í gær. Ég kláraði síðustu jólaskáldsöguna og borðaði síðasta molann af jólakonfektinu. Nú tekur við blákaldur hversdagsleikinn. Ég get þó ornað mér við það að ég á eina jólasögu eftir — mannkynssöguna. Seint kemur að mannkynssögulokum og endalaust hægt að glugga í hana. Hversdagsleikinn verður því ekki eins blákaldur og spálíkönin gerðu ráð fyrir. Hann verður hins vegar ekki eins sætur og jólin — en það er nú kannski bara ágætt fyrir tennurnar.