Hjónabandsmiðlun lífeyrissjóðanna
Ég fékk í dag bréf frá lífeyrissjóðinum mínum. Þar var mér boðið að byrja að leggja peninga í makalífeyrissjóð. Sjóðurinn tekur fram í upphafi bréfsins að hann viti ekki betur en að ég sé makalaus. Þeir hvetja mig samt sem áður til að byrja að safna fyrir makann minn enda aldrei að vita nema að ég að ég muni á næstunni eignast einn slíkann. Bíddu nú hægur lífeyrissjóður góður. Veit sjóðurinn eitthvað sem ég veit ekki? Eða eru þeir að gera mér tilboð? Eru þeir að bjóðast til að koma mér í kynni við kvenmann sem hæfir mínum lífeyrissparnaði? Ég bíð spenntur að fá að vita meira.
One thought on “Hjónabandsmiðlun lífeyrissjóðanna”
Kannski þeir viti að þú sért maður með manni …