Ný list á nýjum stað ?>

Ný list á nýjum stað

Í tilefni þess að það var frídagur ákvað ég að hætta snemma í vinnunni og skella mér á nýlistasafnið. Það var fínt að taka sér smá frí frá greinarskrifum og góna á list. Safnið opnaði um síðustu helgi á ný eftir að hafa flutt í bráðabrigða húsnæði við aðalbrautarstöðina. Það á nefnilega að gera upp gamla húsnæðið. Ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum með það hversu lítið safnið var. Ég verð líklega að bíða með að sjá allt safnið í fullri dýrð þangað til að það flytur til baka. Það verður þó ekki fyrr en 2008.

Skildu eftir svar