Ný gleraugu
Ég lét loksins verða að því að fá mér ný gleraugu. Gamla umgjörðin var orðin frekar þreytt. Ég keypti ein gleraugu og fékk önnur ókeypis. Hins vegar voru glerin í ókeypis gleraugunum ekki upp á marga fiska. Aftur á móti bauðst mér að borga fyrir ókeypis glerin og þar með fá almennileg gler. Ekki nóg með það, heldur bauðst mér að kaupa ókeypis glerin á hálfvirði. Ég tók því boði og keypti mér sólgleraugu í réttum styrk. Gleraugnaverslunin var afar ánægð með mig sem viðskiptavin og vildi endilega fá mig fljótt aftur. Til þess að tryggja það að ég héldi áfram að eyðileggja í mér augun með sjónvarpsglápi þá ákvað búðin að gefa mér DVD spilara í kaupbæti. Ég er samt hræddur um að þar hafi búðin skotið sjálfa sig í fótinn því að gleraugnaábyrgðin inniheldur klausu sem segir að að ef að sjónin mín versnar umtalsvert á næstu tólf mánuðum þá ber búðinni skipta um gler í gleraugunum mínum, mér að kostnaðarlausu.
2 thoughts on “Ný gleraugu”
Spurning hvort þjóðminjasafn Amsterdam taki ekki við gömlu gleraugunum enda um forngrip að ræða.
British museum bauð hæst. Þeir ætla að skipta á gleraugunum og einhverju egypsku nýmóðins drasli sem þeir eiga slatta af.