Englandsför
Ég kom í gærkveldi heim eftir rúmlega vikulanga útlegð á Englandi. Ég eyddi tæplega viku á upplýsingaleitar ráðstefnu í Sheffield. Helgina fyrir og helgina eftir ráðstefnuna var ég staddur í Liverpool. Ég get ekki sagt að Liverpool eða Sheffield séu á meðal áhugaverðustu borga í heimi. Stjarna Liverpool skein skærast á meðan þrælar voru fluttir um borgina frá Afríku til Ameríku. Síðan bann við þrælasölu tók gildi hefur hallað undan fæti hjá borginni. Sheffield byggir einnig á fornri frægð. Borgin er nú á dögum helst þekkt fyrir gjaldþrota stálframleiðslu og berrassaða atvinnuleysingja.
Þó að borginar sjálfar hafi sem slíkar ekki upp á mikið að bjóða þá skemmti ég mér konunglega á ferðalagi mínu. Báðar borgirnar buðu upp á félagsskap gamalla og nýrra kunningja. Ráðstefnan í Sheffield var afar áhugaverð. Kynningin á veggspjaldinu mínu gekk vel. Auk þess hitti ég gamla og nýja kunningja úr bransanum. Í Liverpool hitti ég fyrir fyrrum skólafélaga frá Amsterdam; auk þess sem að ég hitti vini hans.
3 thoughts on “Englandsför”
Gaman að sjá að þrælasala til ameríku sé farin að skyggja á bítlana í liverpool
Bítla hvað?
Það styttist nú í að stjarna Liverpool skíni enn á ný … bíðið bara …