Preparazione al Ciclismo
Eftir að hafa lært að segja "un caffè e una pasta" þá skrapp ég í smá hjólatúr um nærsveitir Amsterdam. Ég ætla að nota fríið mitt á Sardiníu í að labba á fjöll og hjóla. Mér fannst því ekki úr vegi að æfa mig í að hjóla lengri vegalengd en til og frá vinnu. Ég hjólaði smá hring með viðkomu í þorpinu Marken. Veðrið var eins og best verður á kosið, sól og rúmlega tuttugu stiga hiti. Eftir að hafa litið á kort þegar ég kom heim reiknaðist mér til að ég hafi hjólað fimmtíuogfimm, plús/mínus þrjá, kílómetra. Þetta var fínasti æfingatúr. Ég get hins vegar ekki æft fjallgöngur af miklu kappi hér í nágrenninu. Ég kippi því þó í lag í næstu viku. Á fimmtudaginn ætla ég að skella mér í æfingaferð til Íslands.