Skin milli skúra
Kerfisstjórarnir komu tölvunni í gang í morgun. Sem betur fer virtust engin gögn hafa tapast. Það var því þungu fargi af mér létt. Ég treysti harða disknum þó ekki meira en svo að ég byrjaði strax á að afrita mikilvægustu gögnin mín yfir á aðra tölvu. Það virðist hafa verið góð ákvörðun hjá mér. Harði diskurinn gaf sig nefnilega á ný seinnipart dagsins. Nú má hins vegar mín vegna kasta disknum út í hafsauga því að mikilvægustu gögnin mín eru komin á öruggan stað. Það er að segja svo framarlega sem diskurinn í hinni tölvunni gefur sig ekki.