Eyjuhopp ?>

Eyjuhopp

Nú er ég búinn að pakka og er tilbúinn að halda af stað í eyjuhopp dagsins. Fyrst skrepp ég til Bretlandseyju. Þaðan tek ég svo flugið til Sardiníu. Fyrstu tvær næturnar verð ég í Cagliari. Á sunnudagskvöldið liggur leiðin á strandhótel í nágrenni við Pula. Þar verð ég í sumarskóla fram á föstudag. Hvað tekur við að sumarskólanum loknum er ekki ljóst. Ég hlýt að geta fundið upp á einhverju sniðugu.

Skildu eftir svar