Washington D.C.
Eftir morgunkaffið liggur leiðin út á flugvöll. Ég er á leiðinni í fyrirlestraferð um Bandaríkin. Ég mun ferðast vítt og breitt um Bandaríkin og halda fyrirlestra. Eða svona næstum því. Ég mun eiginlega bara halda einn fyrirlestur. En ég mun ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. Eða svona næstum því. Ég mun ferðast annað hvort vítt eða breitt um úthverfi Washington D.C. Fyrst dvel ég viku í Arlington, VA. Þar sæki ég ráðstefnu um upplýsinga- og þekkingarmeðhöndlun (Conference on Information and Knowledge Management, CIKM). Síðan mun ég dvelja í viku í Gaithersburg, MD. Þar mun ég sækja upplýsingaleitarráðstefnu (Text Retrieval Conference, TREC). Eftir ráðstefnurnar mun ég svo dvelja í nokkra daga í Reykjavík, IS.
2 thoughts on “Washington D.C.”
Hæ
Ég kíki stundum hérna inn í gegnum síðuna hjá Ásthildi og Kristni. Svo var ég að leita að einhverju í Google í kvöld og þá poppaði síðan þín þar upp. Þannig að ég vildi bara kvitta fyrir mig 🙂
Kveðja Hallveig (vinkona Ásthildar)
Google sér um sína