Innrás spænska hersins ?>

Innrás spænska hersins

PLAF

Götuskreyting í tilefni Festa Major de Gràcia.

Ég horfði á skriðdrekann aka yfir engið. Spænski fáninn blakti við hún aftan við fallbyssuna. Sprengjudrunur rufu kyrrðina. Spænski herinn var að gera innrás.

Ég opnaði augun og horfði upp í hvítmálað svefnherbergisloftið. Engið var horfið. Skriðdrekinn var horfinn. Sprengjudrunurnar lágu ennþá í loftinu.

Ég leit á klukkuna. Hún var rétt rúmlega átta. Ég nuddaði stírurnar úr augunum. Hlutirnir voru smám saman að skýrast í kollinum á mér.

Sprengjudrunurnar tengdust ekki innrás spænska hersins. Hún var draumur. Sprengjudrunurnar mörkuðu upphaf árlegrar hverfishátíðar hér í Gràcia hverfinu í Barcelona — Festa Major de Gràcia.

Þögn færðist yfir á ný. Ég fór aftur að sofa. Lokaði augunum í rúman klukkutíma áður en ég fór á fætur til þess að taka þátt í hátíðahöldunum.

Skildu eftir svar