Hamingja í Hollandi ?>

Hamingja í Hollandi

Á föstudaginn lauk fjögurra vikna heimsókn minni til Íslands. Ég hélt til baka til Amsterdam. Las í dag frétt á mbl.is. Fréttin hermir að Hollendingar séu núna hamingjusamasta þjóð Evrópu. Ætli það sé endurkomu minni að þakka? Það er ekki gott að segja. Hins vegar minnir mig að í gamla daga, þegar ég bjó á Íslandi, þá hafi Íslendingar borið þennan titil.

Ég var duglegur við fjallgöngu, sund og ferðalög fyrstu vikuna á Íslandi. Í tæpar tvær vikur þar á eftir sat ég sveittur yfir doktorsritgerðinni minni. Nú gæti einhver haldið að hið heilnæma íslenska sveitaloft hafi veitt mér slíkan innblástur að ég gat ekki hamið pennann. Ég hafi skrifað og skrifað svo að svitinn bogaði af mér. Það er þó líklegra að um einhvers konar veirusýkingu hafi verið að ræða. Svitanum fylgdi nefnilega hiti og kvef. Vekindin voru nú samt ekki svo mikil að gæti ekki unnið svolítið í doktorsritgerðinni minni. Seinustu vikuna var ég mikið hressari. Synti talsvert, gekk á Heklu, keypti mér skó (já, ég lít á það sem meiriháttar afrek að kaupa skó), og síðast en ekki síst náði ég að skella mér einu sinni út á lífið.

Skildu eftir svar