Endurkoma ?>

Endurkoma

Eftir að hafa lennt í basli með vefþjóninn minn hafa dagbókarskrif legið niðri um all langt skeið. Grey vefþjónninn átti  í vandræðum með að ráða við alla viagra sölumennina sem höfðu áhuga á að gera athugasemdir við dagbókarfærslunar mínar. Nú hef ég því ákveðið að færa dagbókina mína yfir á annan vefþjón. Vefþjón sem ég vona að sé betur í stakk búinn til að þola athugasemdir frá viagra sölumönnum. Mér er því ekkert að vanbúnaði að halda dagbókarskrifum áfram. Af  einhverjum ástæðum efast ég samt um að mér verði meira úr verki héðan af en hingað til.

Skildu eftir svar