Myndarlegur töflufíkill ?>

Myndarlegur töflufíkill

Ég lagði í dag síðustu hönd á doktorsritgerðina mína. Í bili. Ég á eftir að leggja hendur á ritgerðina að nýju eftir um það bil sex vikur — þegar ég fæ svar frá andmælendum mínum varðandi það hvort ég megi verja ritið.

Nú á síðustu dögum ritgerðarskrifanna hefur það runnið upp fyrir mér að ég er forfallinn töflufíkill. Í meginmáli ritgerðarinnar eru alls 62 töflur. Það er tafla á um það bil þriðju hverri síðu ritgerðarinnar. Auk þess er ég ekki síður myndarlegur. Það eru alls 36 myndir í ritgerðinni. Að jafnaði inniheldur önnur hver síða annað hvort mynd eða töflu.

Skildu eftir svar