Bókaflóð
Í dag jókst bókakostur minn um 170 bækur á einu bretti. Þar sem mér þykja bækur afar skemmtilegar þá var þetta kærkomin sending. Ég er nú samt ekki viss um að ég nenni að lesa allar þessar 170 bækur. Það vill hins vegar svo vel til að um er að ræða 170 eintök af sömu bókinni. Ég missi því ekki af miklu þó að ég lesi þær ekki allar. Satt best að segja er ég ekki viss um að ég nenni einu sinni að lesa eitt einasta eintak. Það kemur þó ekki að sök því að ég þekki innihald bókanna frekar vel. Enda er ég höfundur bókanna.
Í dag kom sem sagt doktorsritgerðin mín úr prentun. Nú er bara vörnin eftir. Hún fer fram 14.desember 2006. Allir velkomnir.