Ljósmyndaminni ?>

Ljósmyndaminni

Undanfarna daga hef ég af og til dundað mér við að flytja ljósmyndaalbúmin mín yfir í Flickr — smellið hér til þess að sjá afraksturinn. Eitt af því sem mér finnst skemmtilegast við Flickr er hversu auðvelt er að koma myndunum sínum á kortið — það er að segja svo fremi sem maður veit hvar myndirnar voru teknar. Ég eyddi talsvert miklum tíma í það um helgina að reyna að staðsetja myndirnar mínar. Erfiðasta verkefnið var að koma Cagliari á kortið. Ég hef nefnilega sjaldan verið eins villtur á ævi minni og á þeim dögum sem ég eyddi í þeirri borg. Borgin var nefnilega afskaplega þrívíð en landakortið einstaklega tvívítt. Eftir mikil heilabrot þá held ég að mér hafi að nokkru leyti tekist að kortleggja myndirnar. Það er að segja ég held að staðsetningarnar séu réttar plús mínus nokkur hundruð metrar!

Skildu eftir svar